Krydd lífsins

Ragga Nagli

Fjölbreytni í mataræði er tugga sem Naglinn þreytist ekki á að þruma yfir lýðnum. Ríkisstefna í mataræði með örfá óspennandi matvæli á kantinum er gulltryggð aðferð til að snara sér útaf beinu brautinni á Formúlu hraða.

Að böðlast í gegnum bragðlausan kjúlla, skraufþurr grjón og einhæft brokkolí mun senda þig express í undirheima uppgjafarinnar og áður en þú veist er bullandi óhamingja komin í sinnið og Oreo kexið og kókið búið að fylla túlann.

En hvað í dauðanum skal kaupa í búðinni??

Það er ekki nema von að pöpullinn sé algjörlega ruglaður í skallanum því skilaboð netheima og pappírssnepla eru þvers á kruss og út og suður um hvaða mat “eigi, megi, skuli“ borða og hvað sé “fitandi, óhollt, hollt, æskilegt, krabbameinsvaldandi, ofurfæða”.

Stefna Naglans í þessum frumskógi er að hvers kyns öfgar eigi ekki adressu í heilsusamlegum lífsstíl.

Hrein, óunnin fæða og sem minnst af sykruðum vörum er það…

View original post 213 more words

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a comment